Það er gaman að reyna að ráða í c-kóda…

Það hefur ýmislegt drifið á mína daga síðan ég kvartaði undan hryllilegum “tónlistar”smekk nágrannanna (og já ég drekkti dósajólalögunum í Wagner, ég fylgdi ráðleggingum Hildigunnar um styrkleika…), fyrst og fremst (og langskemmtilegast) var það að Guðný kom í heimsókn. Ég geri ekki ráð fyrir að nokkrum þyki undarlegt að ekki hafi verið mikið bloggað þá vikuna. Á laugardaginn var svo Stökuæfing (auk þess að ég rakst á tvær frænkur mínar á götuhorni!) og um kvöldið sungum við fyrir fulla Íslendinga á hóteli hér í borg. Svo var ég mjög menningarlegur á sunnudaginn og fór á tónleika með kórunum Musica Ficta og Tallis Scholars! Það var frekar flott verð ég að viðurkenna, ég held meira að segja að þau séu betri en við:) Í gærkvöldi var svo haldið áfram að vera menningarlegur með því að fara að sjá James Bond. Myndin er snilld. Farið að sjá hana.

Og nú sit ég og reyni að fá einhvern botn í það hvað forritið xrtmkarf.c (ekki reyna að bera þetta fram!) gerir. Og til þess þarf að lesa allan kódann. Og hann er torf…